Annalea Waag

Minningarorð

Eftir erfiða sjúkdómslegu hefur Annalea Waag fengið hvíldina. Fráfall hennar kemur í raun engum á óvart en Það er alltaf sárt að horfa á efter ásvinum sínum. Upp í hugann koma myndir sem Annalea skilur eftir hjá okkur. Skýrasta myndin av Þessari góðu konu felur í sér rólegheit. Engu máli skipti hvað fram fór í kringum Önnuleu Þá hélt hún alltaf ró sinni. Hún fylgdist með og kunni Þá miklu list að skilja aðaltriði frá aukaatriðum. Ein setning frá Önnuleu gat gert flókna umræðu mjög einfalda. Hún fann alltaf kjarnann í hverju máli. Annalea náði Því merilega stigi að Þegar hún talaði Þá var hlustað. Þeirri list ná bara Þeir sem eru orðnir mjög Þroskaðir. Halldór Laxnes, Nóbelsskáld Íslendinga, hefur búið til nokkrar slíkar persónur í sögum sínum. Í mínum huga gæti Annalea hafa verið í einhverri af bókum Halldórs Laxnes. Konan með vitið, konan sem allir elskuðu, konan sem var hlustað á.

Ung flutti Annalea úr Vágum til Klakksvíkur Þar sem hún giftist manni sínum Einari Waag, frænda okkar. Segja má að hún hafi lítið farið úr Klakksvík eftir Það. Samt var heimur hennar svo stór. Hún las og fylgdist með og vissi allt. Annalea var lítil kona í vexti. Einar var stór maður í vexti. Hún var róleg en han fljótur í snúningum. Úr Þeirra blöndu varð til umhverfi sem öllum varð ógleymanlegt. Einar var mikill athafnamaður og byggði upp eitt traustasta fyritæki í Færeyjum. Mikið reyndi á hann og gestagangur var alltað mikill á heimili Þeirra. Á bak við Þann góða mann stóð alltaf eins og traust stoð, Annalea með sína stóisku ró. Þannig sköpuðu Þau heim sem ennÞá stendur traustum fótum.

Sem ungur maður var ég svo lánsamur að fá að fara í sumarfríi til Önnuleu og Einars. Það urðu sex sumur. Á Þeim tíma lærði ungur maður á heiminn. Við segjum að lengi býr að fyrstu gerð. Í starfi mínu síðan hefur alltaf verið gott að nota lærdóminn frá Önnuleu og Einari. Þess vegna hugsum við öll til Þeirra með hlýju, Þakklæti og söknuði.

Við sendum Heina og Mariu, Einari og Lísu og børnum Þeirra okkar dýpstu samúðarkvejur frá Waag-leggnum á Íslandi.


Hjálmar Waag Árnason